Persónuverndarstefna Sport Hero ehf.

Hjá Sport Hero ehf., kt. 670308-1890, Lyngási 15, 210 Garðabæ (einnig vísað til „Sport Hero“, „félagsins“ og „okkar“) er lögð rík áhersla á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem félagið vinnur. Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um vinnslu Sport Hero á persónuupplýsingum, þ. á m. hvaða persónuupplýsingum Sport Hero safnar og með hvaða hætti félagið nýtir slíkar persónuupplýsingar.

Persónuverndarstefna þessi á eingöngu við þegar Sport Hero vinnur persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili í skilningi laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“), t.d. þegar við vinnum persónuupplýsingar einstaklinga sem eiga í viðskiptum við okkur og þegar við tökum myndir á íþróttamótum.

Ef þú ert barn og vilt vita meira um hvað við gerum við myndir sem teknar eru af þér á íþróttamótum er best að lesa rauða textann hér að neðan.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þú ert í vafa um það hvernig persónuverndarstefnan varðar þig. Samskiptaupplýsingar okkar koma fram neðar í stefnu þessari.

1. Hvaða persónuupplýsingar vinnum við? 

Vinnsla Sport Hero á persónuupplýsingum fer eftir sambandi félagsins við þá einstaklinga sem upplýsingarnar tilheyra. Hér að neðan er fjallað um hvaða persónuupplýsingar við vinnum og af hverju.

     a.  Myndataka á íþróttamótum 

Þegar mótshaldari íþróttamóts óskar eftir því tekur Sport Hero ljósmyndir á viðkomandi íþróttamóti. Teknar eru bæði liðsmyndir, þ.e. af þeim hópi sem skipar lið á mótinu, og einstaklingsmyndir, en þær eru teknar af keppendum og þjálfurum á meðan keppt er. Myndatakan byggir á lögmætum hagsmunum Sport Hero af því annars vegar að geta veitt börnum og forráðamönnum aðgang að ljósmyndum af íþróttaiðkun barnsins, og hins vegar að gera þjálfurum kleift að eiga myndir af sínum störfum sem og minningar af íþróttamótum.  

Vilji keppandi eða þjálfari ekki láta taka myndir af sér er auðvelt að koma því á framfæri við starfsfólk okkar á viðkomandi íþróttamóti, en einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum samskiptaupplýsingar þær sem er að finna neðar í stefnu þessari.  

Myndir af íþróttamótum eru aðgengilegar í eitt ár frá dagsetningu mótsins á sérstöku svæði á vefsíðu Sport Hero. Svæðið er eingöngu aðgengilegt með lykilorði sem þú getur nálgast hjá þínu íþróttafélagi. Sport Hero eyðir þó ekki myndunum úr sínum kerfum fyrr en eftir fjögur ár og þú getur þannig sett þig í samband við félagið að árinu liðnu og óskað eftir að kaupa eldri myndir. 

     b.  Upplýsingar fyrir börn 

 

Þegar við tökum myndir af þér á íþróttamótum gerum við það svo þú getir fengið flottar myndir og átt góðar minningar af mótinu. 

 

Við tökum myndir af liðinu þínu þar sem allir eru saman á mynd, en líka af þér þegar þú ert að keppa. Myndirnar eru síðan settar inn á svæði sem forráðamenn þínir og aðrir í þínu liði geta séð. Stundum eru myndirnar prentaðar út og hengdar upp á mótinu.

 

Ef þú vilt ekki að við tökum myndir af þér, eða ert með spurningar um hvað við gerum við myndirnar, getur þú látið okkur vita. Þú getur líka beðið forráðamenn þína eða þjálfara að hjálpa þér við að láta okkur vita. 

     c.  Stúdíómyndataka

Þegar forráðamaður barns, eða annar aðili tengdur barninu, óskar eftir stúdíómyndatöku fyrir barn óskum við eftir upplýsingum um nafn, heimili og netfang viðkomandi. Þá vinnum við einnig upplýsingar um nafn barnsins, sem og þær myndir sem teknar eru af því. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að verða við beiðni um stúdíómyndatöku og eru þær því nauðsynlegar á grundvelli samnings viðskiptavinar við Sport Hero, eða beiðni um að gera slíkan samning.  

Á sumum mótum er keppendum einnig boðið upp á að láta taka uppstilltar einstaklingsmyndir af sér við bakgrunn og er þá unnið með sömu upplýsingar og eiga við um stúdíómyndatökur.

     d.  Sérpantanir 

Sport Hero býður upp á ýmsar sérpantanir, s.s. afhendingu á eldri myndum sem ekki eru lengur aðgengilegar á vef félagsins og að mynd sé sérstaklega útbúin eftir höfði viðskiptavinar. Viðbótarfræðsla um vinnslu persónuupplýsinga vegna sérpantana er veitt eftir því sem við á. 

Í tengslum við þá þjónustu vinnur félagið eftirfarandi persónuupplýsingar:

 • nafn og tengiliðaupplýsingar þess sem pantar
 • skrifleg samskipti vegna pöntunarinnar
 • ljósmyndir sem á að nota í sérpöntunina og nafn þess einstaklings sem er á myndinni

Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að verða við sérpöntunum og byggir vinnsla þeirra því á samningi viðskiptavinar við Sport Hero, eða beiðni um að gera slíkan samning.

     e.  Netverslun

Þegar þú verslar í netverslun okkar er nauðsynlegt að veita eftirfarandi upplýsingar svo hægt sé að klára pöntun: 

 • nafn
 • netfang
 • heimilisfang  
 • símanúmer 

Byggir vinnsla Sport Hero á þessum persónuupplýsingum á kaupsamningi okkar við þig, en upplýsingar um heimilisfang eru nauðsynlegar svo hægt sé að senda vöruna til þín. 

Greiðslukortaupplýsingar fara eingöngu í gegnum þá greiðslumiðlunarþjónustu sem við notumst við hverju sinni og eru ekki vistaðar hjá Sport Hero.

     f.  Íþróttafélög og aðrir samstarfsaðilar

Í þeim tilgangi að svara beiðnum frá íþróttafélögum og öðrum samstarfsaðilum, s.s. styrktaraðilum íþróttamóta, vinnur Sport Hero eftirfarandi upplýsingar um þá tengiliði sem koma fram fyrir hönd samstarfsaðila:

 • nafn 
 • tengiliðaupplýsingar, s.s. netfang og símanúmer
 • samskipti

Byggir sú vinnsla á lögmætum viðskiptahagsmunum Sport Hero af því að tryggja skráningu samskipta við samstarfsaðila félagsins.

2. Uppruni upplýsinga og varðveislutími 

Að meginstefnu til aflar félagið persónuupplýsinga beint frá þér, t.d. þegar þú hefur samband við okkur, en í þeim tilvikum þar sem persónuupplýsinga er aflað frá þriðja aðila munum við leitast við að upplýsa þig um slíkt.

Sport Hero varðveitir persónuupplýsingar eins lengi og þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar, nema annað sé heimilt eða skylt samkvæmt lögum. Myndir eru þó að jafnaði ekki varðveittar lengur en í fjögur ár. 

3. Miðlun til þriðju aðila 

Félagið kann að miðla persónuupplýsingum um þig til þriðju aðila sem veita félaginu þjónustu sem tengist vinnslu persónuupplýsinga og er hluti af rekstri félagsins. Þannig gæti persónuupplýsingum t.a.m. verið miðlað til utanaðkomandi aðila sem veita okkur upplýsingatækniþjónustu. Miðlun persónuupplýsinga til slíkra aðila er byggð á lögmætum hagsmunum Sport Hero af því að úthýsa tilteknum verkefnum til utanaðkomandi aðila.  

Þriðju aðilar sem veita okkur þjónustu kunna að vera staðsettir utan Íslands. Sport Hero mun þó ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar, s.s. á grundvelli staðlaðra samningsskilmála, samþykki þíns eða auglýsingar Persónuverndar um ríki sem veita persónuupplýsingum fullnægjandi vernd. 

Þá eru myndir sem teknar eru á íþróttamótum aðgengilegar á sérstöku svæði á vefsíðu Sport Hero sem forráðamenn allra barna í sama liði og sama flokki hafa aðgang að. 

Að lokum gætu persónuupplýsingar um þig verið afhentar að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga eða reglna eða til að bregðast við löglegum aðgerðum eins og húsleitum, stefnum eða dómsúrskurði. 

4. Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt? 

Félagið leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar, með sérstöku tilliti til eðlis þeirra. Dæmi um slíkar öryggisráðstafanir eru aðgangsstýringar að kerfum og öðrum geymslustöðum þar sem upplýsingar um þig eru vistaðar. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra.


5. Réttindi þín hvað varðar þær persónuupplýsingar sem félagið vinnur

Persónuverndarlög tryggja einstaklingum ákveðin réttindi yfir persónuupplýsingum sínum. Þannig geta einstaklingar t.d. óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum sínum eða að þeim sé eytt. 

Tekið skal fram að réttindi þín á grundvelli persónuverndarlaga eru ekki fortakslaus. Þannig kunna lög t.a.m. að skylda Sport Hero til að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum. Félagið verður þó ávallt við beiðni um eyðingu mynda.

Ef upp koma aðstæður þar sem að við getum ekki orðið við beiðni þinni munum við leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

Réttur til leiðréttingar: Það er mikilvægt að þær persónuupplýsingar sem við vinnum séu bæði réttar og viðeigandi. Því er mikilvægt að okkur sé tilkynnt um allar breytingar sem kunna að verða á persónuupplýsingum þínum.

Þú átt rétt á því að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar um þig leiðréttar. Að teknu tilliti til tilgangs vinnslu persónuupplýsinga átt þú jafnframt rétt á að láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar um þig, þ.m.t. með því að leggja fram frekari upplýsingar.

Réttur til aðgangs: Þú átt rétt á að fá staðfest hvort við vinnum persónuupplýsingar um þig eða ekki, og ef svo er getur þú óskað eftir aðgangi að upplýsingunum og hvernig vinnslunni er hagað. Þá kann einnig að vera að þú hafir rétt á að fá afrit af upplýsingunum. 

Réttur til gagnaflutnings: Við ákveðnar aðstæður getur þú farið fram á það við Sport Hero að við sendum upplýsingar, sem þú hefur sjálf/ur látið okkur í té eða stafa frá þér, beint til þín eða þriðja aðila. Þessi réttur á þó eingöngu við þegar vinnslan á viðkomandi persónuupplýsingum byggir annað hvort á samþykki þínu eða samnings þíns við Sport Hero. 

Réttur til eyðingar: Við ákveðnar aðstæður getur þú óskað eftir því að persónuupplýsingum um þig verði eytt án tafar, til að mynda þegar að varðveisla upplýsinganna er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang vinnslunnar eða vegna þess að þú hefur afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslunni eða andmælt henni.  

Réttur til að afturkalla samþykki fyrir vinnslu: Sé vinnsla á persónuupplýsingum þínum byggð á samþykki er þér hvenær sem er heimilt að afturkalla samþykki þitt.

Réttur til takmörkunar á vinnslu: Viljir þú ekki láta eyða upplýsingum þínum, t.d. vegna þess að þú þarft á þeim að halda til að verjast kröfu, en vilt samt sem áður að þær séu ekki unnar frekar af hálfu Sport Hero getur þú óskað eftir því að vinnsla þeirra verði takmörkuð.

Réttur til að andmæla vinnslu: Sé vinnsla á persónuupplýsingum þínum byggð á lögmætum hagsmunum Sport Hero átt þú rétt á að mótmæla þeirri vinnslu. Þetta á t.d. við þegar teknar eru myndir á íþróttamótum. 

6. Fyrirspurnir og kvörtun til Persónuverndar

Ef þú vilt nýta þér þau réttindi sem lýst er hér að ofan vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið personuvernd@sporthero.is, og við munum leitast við að svara fyrirspurnum og leiðbeina þér um réttindi þín samkvæmt persónuverndarstefnu þessari.

Ef þú ert ekki sátt/sáttur við meðferð Sport Hero á persónuupplýsingum þínum getur þú ávallt sent kvörtun á Persónuvernd. 

Upplýsingar um Persónuvernd má finna á www.personuvernd.is. 

7. Samskipti við félagið

Allar fyrirspurnir vegna persónuverndar skulu berast framkvæmdastjóra á netfangið personuvernd@sporthero.is eða með pósti á:

Sport Hero ehf.
Lyngás 15
210 Garðabæ 

8. Breytingar á stefnu þessari 

Sport Hero getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á persónuverndarlögum eða vegna breytinga á því hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar. Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á heimasíðu félagsins.

SPORT HERO ehf.

Lyngás 15

210 Garðabæ

Sími: 662-1111

sporthero@sporthero.is

VINSÆLT

 • PLAKAT
 • PRENTUÐ MYND
 • MYND Í TÖLVUPÓSTI
 • BÝTTIMYNDIR
 • STÚDÍÓ MYNDATAKA