Skilmálar

Samþykki notkunarskilmála SportHero

Við erum Sport Hero ehf. (kennitala: 670308-1890, vsk nr. 103816). Skrifstofur okkar eru að Lyngási 15, 210 Garðabæ. Þegar þú notar SportHero vefinn þá gilda þessir skilmálar. Þeir eru bæði mikilvægir fyrir okkur og þig, vegna þess að þeir tryggja hagsmuni okkar beggja og veita þér hagnýtar upplýsingar. Með því að samþykkja þessa skilmála lýsir þú yfir að hafa lesið, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni. Þarftu að vita meira? Endilega hafðu samband við okkur á Facebook eða sendu okkur tölvupóst á sporthero@sporthero.is.

Öryggi og persónuvernd

Fyrir okkur hjá SportHero er traust, öryggi og trúnaður í forgrunni og leggjum við mikið upp úr því að tryggja okkar viðskiptavinum að persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar með þeim hætti. SportHero er því ábyrgðaraðili við vinnslu gagna, eins og skilgreint er í lögum um persónuvernd og reglugerð Evrópusambandsins (GDPR) og er vinnsla persónuupplýsinga heiðarleg, örugg, ábyrg og gagnsæ. Þú hefur rétt á því að óska eftir aðgengi að þeim upplýsingum sem SportHero á um þig, leiðrétta upplýsingar um þig, eyða upplýsingum og eða nýta þér önnur réttindi sem kveðið er á um í gildandi persónuverndarlögum. Hægt er að nálgast persónuverndarstefnu SportHero á www.sporthero.is. Frekari upplýsingar um persónuverndarlögin er hægt að finna inn á heimasíðu Persónuverndar. Markmið okkar er að auðvelda fólki að versla vörur og þjónustu á netinu. KORTA er samstarfsaðili SportHero og sér um færsluhirðingu og hýsingu kortaupplýsinga fyrir notendur. Þegar kort er skráð á SportHero verður til sýndarnúmer (e. token) hjá KORTA. KORTA er fjármálafyrirtæki sem starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Allar upplýsingar um KORTA, öryggisstefnu félagsins og fleira er að finna á vefsíðu KORTA á vefsíðu KORTA. Upplýsingar um þig og þín kaup fara úr SportHero og beint inn í vefverslunarkerfi okkar. Ef þú hefur frekari spurningar um öryggismál, persónuverndarstefnu eða gagnasöfnun á SportHero er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á sporthero@sporthero.is

Hvað eru vafrakökur (e. Cookies)?

Vafrakaka er lítil textaskrá sem vefsvæðið getur sett inn á tölvuna þína eða önnur snjalltæki þegar vefsvæði www.sporthero.is er heimsótt í fyrsta sinn. Textaskráin er geymd á vefvafra notenda og vefur SportHero þekkir skrána. Upplýsingarnar í textaskránni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu, til þess að bæta þjónustuna o.fl. Þetta gerir það mögulegt að SportHero getur sent ákveðnar upplýsingar í vafra notenda og getur gert upplifun notanda ánægjulegri. Vafrakökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.

SportHero notar vefkökur til að sníða vefsvæðið að þörfum notenda, t.d. til að vista stillingar notenda, til að vinna tölfræðilegar upplýsingar, til að greina umferð um vefsvæðið, í markaðslegum tilgangi og til að stuðla að virkni vefsíðunnar. SportHero notar aðeins vefkökur frá fyrsta aðila. Vefkökur frá fyrsta aðila eru vefkökur sem senda eingöngu upplýsingar til SportHero. 

 

Þú og þín réttindi

Við gerum þá kröfu að allir notendur SportHero séu fjárráða einstaklingar. Þú samþykkir að þegar þú verslar á SportHero með greiðslukorti sé það í þínu nafni. Komi til breytinga á eignarhaldi SportHero mun það ekki hafa áhrif á réttindi og/eða skyldur notanda. Þjónusta SportHero mun haldast óbreytt óháð slíkum breytingum. Ef breytingar verða mun SportHero tilkynna þær fyrir þér með hæfilegum fyrirvara.

Á www.sporthero.is gilda lög um neytendasamninga nr. 16/2016.

Notendur SportHero (kaupendur) hafa að minnsta kosti 14 daga til þess að hætta við kaup og eru þær vörur sem keyptar voru endurgreiddar að fullu. Þetta á við um allar vörur en ekki útprentaðar myndir. Vörurnar skulu vera í upprunalegu ástandi eða í því ástandi sem skilmálar Sporthero segja til um.

Hafi notandi SportHero (kaupandi) notað þann rétt sinn að skila vöru(m) og fallið frá samningi um kaup þá er SportHero skylt að endurgreiða honum án nokkurs kostnaðar þær greiðslur sem hann hefur þegar innt af hendi. Slík endurgreiðsla skal fara fram eins fljótt og kostur er og eigi síðar en eftir 30 daga.

Tekið skal fram að notendur SportHero (kaupendur) þurfa að skila vöru(m) á skrifstofu SportHero og bera sjálfir sendingarkostnað.

Öryggisbrestur?

Ef að þú verður var við óeðlilega notkun eða greiðslur af greiðslukortinu þínu á SportHero sem þú telur þig ekki hafa framkvæmt, týndir símanum eða grunar að óviðkomandi aðili hafi vitneskju um aðgangsupplýsingar að SportHero aðganginum þínum, er það á þinni ábyrgð að láta okkur vita eða loka án tafar fyrir aðganginn og/eða kortið. SportHero áskilur sér þann rétt að loka fyrir aðganginn þinn eða aðra notenda ef grunur er um misnotkun eða ranga notkun af einhverju tagi kemur upp, að einhliða mati SportHero. 

Notkunarskilyrði

SportHero áskilur sér allan rétt að hafna umsókn um notkun appsins án þess að tilgreina ástæðu. Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar þú SportHero að óska þeirra upplýsinga sem SportHero telur nauðsynlegar til að tryggja öryggi þjónustunnar, öryggi notenda og/eða öryggi utanaðkomandi aðila. Upplýsingaöflun getur falist í fyrirspurnum til notanda eða kröfu um staðfestingar frá honum vegna þeirra upplýsinga sem hann hefur gefið eða aðgerða sem hann hefur framkvæmt.

Tilkynningar

SportHero hefur leyfi til að senda þér tilkynningar með rafrænum hætti á það netfang og/eða símanúmer sem notandi hefur gefið upp í tengslum við þjónustuna. SportHero reynir að tryggja að allar tilkynningar berist notanda fljótt og örugglega en ábyrgist þó ekki að tilkynningar komist rétt og tímanlega til skila. SportHero ber enga ábyrgð á og er ekki skaðabótaskylt vegna þeirra tilkynninga sem SportHero kann að senda þér, hvorki vegna innihalds né vegna þess að tilkynningar berast ekki á réttum tíma. Með því að samþykkja þessa skilmála veitir þú SportHero leyfi að senda þér tölvupóst í markaðslegum tilgangi (það er alltaf hægt að afskrá sig af póstlistum SportHero).

Öryggi á vefnum

Við leggjum okkur fram við að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, óviðkomandi fái aðgang að þeim, þær verði opinberaðar, afritaðar, notaðar, þeim breytt eða eytt. Við leggjum sérstaka áherslu á að tryggja öryggi upplýsinganna þegar keyptar eru vörur á SportHero. Vefurinn notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru dulrituð. Það gerir gagnaflutning á vefnum öruggari. SSL-skilríki kemur í veg fyrir að sjóræningjar veraldarvefsins komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan hátt.

Afhending?

Afhending vöru er þrenns konar: 

1) Varan er keyrð heim að dyrum

2) Hægt er að sækja vöruna í “verslun” sem er staðsett að Lyngás 15, 210 Garðabæ. 

3) Varan send með Íslandspósti. Ef varan er skráð miðast verðið við gjaldskrá Íslandspóst.

Afhending getur tekið frá 2-7 daga frá pöntun. í einstaka tilfellum þar sem pantaðar eru vörur sem kefjast sérvinnslu getur afhenging verið allt að 28 dagar.

Hægt er að hafa samband við SportHero og óska eftir flýtimerðferð á afhendingu vöru. Það á t.d. við þegar verið er að gefa afmælisgjöf.

Vesen?

Ef eitthvað vandamál kemur upp, hvað sem það má vera, munum við hjá SportHero vinna úr því eins hratt og við mögulega getum. Ykkar megin bíða spennt börn eftir því að litla hjarta þeirra verði risa stórt við að fá myndina eða vöruna sína. Upplifun þeirra skiptir okkur höfuðmáli.

Viltu skila og/eða fá endurgreitt?

Notfæri korthafi eða móttakandi vöru og/eða þjónustu sér lögbundinn skilarétt í tengslum við net-, póst- og/eða símapöntun, eða ef korthafi nýtir sér annan umsaminn skilarétt á söluaðili að framkvæmda kreditfærslu eða bæta korthafa umrædda fjárhæð með öðrum hætti. Ef þú óskar eftir því að skila vöru sem var keypt á SportHero, hefur þú rétt á fullri endurgreiðslu ef skilað er innan 14 daga, samkvæmt lögum (lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um neytendakaup nr. 48/2003). Skilavara skal þó vera ónotuð, skilað í góðu lagi og í upprunalegum umbúðum. Greiðslukvittun þarf einnig að fylgja með, en hægt er að nálgast greiðslukvittanir á staðfestingar tölvupósti vegna kaupana.

Þetta ákvæði á þó ekki við þegar verið er að kaupa mynd af barni viðkomandi þar sem fram kemur nafn og fl. upplýsingar á myndinni. Sé aftur á móti galli í myndinni prentum við nýja og sendum án auka kostnaðar.

Hugverkaréttindi

Allt innihald á SportHero, þar með talið vörumerki, texti, hönnun, grafík, ljósmyndir, myndir og ritstýrt efni er varið höfundarétti. Þér er ekki heimilt að nýta upplýsingar eða efni af SportHero í neinum tilgangi nema til persónulegra nota í samræmi við skilmála. Dreifing, fjölföldun og endurútgáfa á höfundavörðu efni SportHero er með öllu óheimil.

Breytingar á skilmálum

Þú hefur aðgang að gildandi skilmálum SportHero á vef www.sporthero.is. SportHero áskilur sér rétt til að breyta ákvæðum skilmála þessara einhliða. Komi til breytinga á skilmálum sem eru þér til óhagræðis munu þær verða kynntar með minnst 30 daga fyrirvara með skilaboðum í gegnum appið, SMS tilkynningu eða tölvupósti á skráð netfang. Aðrar breytingar sem eru til hagræðis fyrir notanda, má tilkynna með skemmri fyrirvara. Þú samþykkir framangreindar aðferðir við upplýsingagjöf til þín. Í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á því í hverju breytingar eru fólgnar og réttar þíns til að segja upp þjónustunni. Við lítum svo á að þú hafir samþykkt breytingar ef þú notar SportHero eftir að nýir skilmálar hafa verið kynntir og teknir í gildi. SportHero áskilur sér rétt til að hafa samskipti við þig og aðra notendur í gegnum SMS skilaboð, með skilaboðum í gegnum appið eða tölvupósti á skráð netfang. SportHero mun eingöngu senda upplýsingar til notenda er varða þjónustu fyrirtækisins en ekki áreiti frá þriðja aðila. Öll mál, sem rísa kunna af notkun SportHero skulu, nema á annan veg sé samið, fara eftir íslenskum lögum. Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum eða ágreinings um túlkun þeirra má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Gildistími

Skilmálar þessir eru gefnir út af SportHero og gilda frá og með 01. janúar 2021 og til þess tíma er nýir skilmálar taka gildi.

SPORT HERO ehf.

Lyngás 15

210 Garðabæ

Sími: 662-1111

sporthero@sporthero.is

VINSÆLT

  • PLAKAT
  • PRENTUÐ MYND
  • MYND Í TÖLVUPÓSTI
  • BÝTTIMYNDIR
  • STÚDÍÓ MYNDATAKA