MITT SVÆÐI

Fljótlega geta iðkendur og foreldrar verið með sitt eigið svæði á vefsíðu SportHero og safnað saman öllum myndum af sér eða sínum. Á mínu svæði verður hægt að halda utan um íþróttaferilinn í myndum.

Með því að vera með eigið svæði getur þú valið um að myndir sjáist almennt eða aðeins hjá þínu svæði.

 

ÞARF ÉG AÐ VERA INNSKRÁÐUR TIL AÐ GETA KEYPT VÖRU

Ekki er nauðsynlegt að vera skráð/ur inn til að geta pantað myndir eða vörur af heimasíðu SportHero. Viljir þú aftur á móti njóta okkar bestu þjónustu, tilboða og kjara mælum við með því að þú sért með þitt eigið svæði á vefsíðu okkar.

 

AFHENDING VÖRU

Afhending á myndum og vörum SportHero sem ekki þarf að sérvinna getur verið frá 2-7 daga. Sérvinnsla felur í sér að setja nafn og fleiri upplýsingar inn á myndirnar eins við bjóðum uppá. Slíka vinnsla með afhendingu getur tekið allt að 4 vikur.

 

HRAÐ AFGREIÐSLA

Hægt er að óska eftir hrað afgreiðslu á pöntunum með tillit til þess að gefa á myndina eða vöruna í gjöf. Vinsamlegast sendið okkur póst á sporthero@sporthero.is með óskinni um hrað afgreiðslu og þess tíma sem varan þyrfti að berast fyrir. ATH. Sumar vörur okkar taka alltaf nokkra daga í framleiðslu.

 

ELDRI MYNDIR (FRÁ 2010)

Myndir frá íþróttaferli barna okkar eða okkar sjálfra er yndisleg minning að eiga. SportHero hefur myndað börn í íþróttum frá árinu 2010. Myndasafn okkar er gífurlega stórt og ítarlegt. Með tillit til persónuverndarlaga er ekki hægt að vera með myndir aftar en 2 ára í boði á vef okkar. 

 

Margir vita af myndum af sér eða börnum sínum frá fyrri mótum sem núna eru ekki inni á heimasíðu okkar. Velkomið er að bóka með okkur hitting til að fara yfir myndasafn okkar. Tilvalið t.d. Fyrir fermingar og íþróttabækur.

 

BÝTTIMYNDIR FYRIR ALLT LIÐIÐ

Vertu þín eigin hetja er slagorð SportHero. Það á vel við þegar mætt er til leiks á næsta mót og allir sínar hetjur með sínar eigin býttimyndir. Við veitum sér afslátt ef allar/ir í liðinu panta býttimyndir.

 

MYND ÁN BAKGRUNNAR

Hægt er að óska eftir því að við klippum bakgrunninn út af myndunum. Það hentar einstaklega vel ef panta á einstaklingsmynd þar sem fleiri eru inn á myndinni eða að umhverfið er ekki eins og best verður á kosið. SportHero býður upp á mikið úrval af bakgrunnum sem hægt er að skeyta leikmönnum inná. 

 

STÚDÍÓ MYNDATAKA

SportHero stillir upp bakgrunn fyrir íþrótta-stúdíó myndatöku á þeim mótum sem við myndum. Velkomið er að mæta til okkar á mótunum. Ekki er bókað í tíma, aðeins að mæta.

Ef þú hefur ekki tíma eða misstir af okkur á mótunum er hægt að senda okkur fyrirspurn á sporthero@sporthero.is um myndatöku í aðstöðu okkar að Lyngás 15 í Garðabæ. 

 

ERU ALLIR MYNDAÐIR Á MÓTUM

Myndasmiðir SportHero reyna hvað þeir geta til að mynda alla keppendur. Á flestum mótum náum við að mynda 95-98% keppenda. Það geta verið þrjár ástæður fyrir því að við náðum ekki að mynda keppanda.

1) Viðkomandi tók ekki þátt í leiknum á meðan við vorum að mynda. Ath. við þurfum að skammta okkur tíma á leik.

2) Eitthvað við mynda, gæti verið líkamsstaða eða svipbrigði sem barnið yrði ekki sátt við er ástæða til að hafna birtingu myndar.

3) Myndin sem náðist af barninu stenst ekki kröfur okkar og ykkar um skýrleika (fókus).

 

MAGN KAUP

Hægt er að senda okkur fyrirspurn um tilboð ef um magnkaup er að ræða. Magnkaup telst til 6 mynda og fleiri. Verð fer eftir magni og hvernig afhendingin á að vera (rafrænt og eða prentað).

 

SÉRPANTANIR

Velkomið er að senda okkur fyrirspurnir ef þið viljið nýta ykkur einhverja af þeim bakgrunnum sem við erum að vinna með á mótunum og eru ekki í boði á heimasíðu okkar.

 

VERTU MYNDALEG/UR MEÐ OKKUR

SportHero getur alltaf bætt við sig einstaklingum sem eiga rétta myndabúnaðinn og hafa áhuga og kunnáttu á að mynda íþróttir. Sendu okkur línu sporthero@sporthero.is

SPORT HERO ehf.

Lyngás 15

210 Garðabæ

Sími: 662-1111

sporthero@sporthero.is

VINSÆLT

  • PLAKAT
  • PRENTUÐ MYND
  • MYND Í TÖLVUPÓSTI
  • BÝTTIMYNDIR
  • STÚDÍÓ MYNDATAKA