Vertu þín eigin hetja

Við elskum að gera hlutina persónulega

SportHero hefur frá árinu 2010 myndað börn í íþróttum. Myndirnar eru í boði hér á vefsíðu okkar. Hægt er að útbúa myndirnar með nöfnum og upplýsingum um barnið og setja á ýmsan varning sem í boði er.

Öll íþróttafélög fá úthlutað talnaröð svo hægt sé að skoða myndir sem tengjast þér. Best er að hafa samband við félag barnsins til að fá talnaröðina.

01

Finndu myndina þína

Við myndum öll helstu mót barna í íþróttum. Myndirnar eru settar undir „Mót“ sem má finna í haus síðunnar eða með að smella hér.  Þar finnuru öll mót sem SportHero myndar og til að skoða myndirnar þarf að slá inn talnaröð sem er úthlutað af félagi barnsins. Eftir það getur þú fundið þína mynd.

02

 Myndir hafa aldrei verið jafn persónulegar

Þegar myndin er fundin getur þú ákveðið hvað þú vilt gera við hana. Viltu myndina á álprenti eða býttimyndir þar sem barnið þitt fær að vera hetjan? Við bjóðum upp á allskyns mismunandi vörur þar sem myndin sem þú valdir fær að vera í aðalhlutverki. Svo er auðvitað einfaldlega hægt að fá myndina án vatnsmerkis í tölvupósti.

03

Vertu þín eigin hetja

Allir fá tækifæri á að vera sín eigin hetja hjá SportHero.  Allar myndir SportHero bera vatnsmerki og eru ekki afhentar þriðja aðila sem ekki hafa talnanúmer tengt félagi barna sinna.  Þegar mynd er pöntuð af vefsíðu SportHero er hún afhend án vatnsmerkis.  Skipuleggjendur íþróttaviðburða geta óskað eftir nærveru ljósmyndara SportHero með því að senda tölvupóst á sporthero@sporthero.is

04

Heyrðu í okkur!

Hafir þú einhverjar spurningar eða athugasemdir er varða heimasíðu Sporthero er velkomið að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið sporthero@sporthero.is eða hafa samband í síma: 662-1111